Open World Shower Experience / Hin endalausa sturta lífsins (2021)




Í daglegu lífi hagar manneskjan sér mjög svo samkvæmt umhverfi sínu. Ákvarðanir varðandi hversdagslega hluti og gjörðir eru teknar byggðar á umhverfi einstaklingsins. Til dæmis gæti manneskja sem á óþægilega eldhússtóla vanið sig á að drekka morgunkaffið sitt í sófanum frekar en inni í eldhúsi. Hér er umhverfi einstaklingsins búið að móta líf einstaklingsins með því að spila hlutverk í því hugsanaferli sem á sér stað fyrir ákvarðanatöku, án þess þó að einstaklingurinn átti sig endilega á því. Þó þetta séu ekki stórar ákvarðanir einar og sér þá safnast þessir hlutir saman og skilgreina að miklu leyti einstaklinginn þegar á heildina er litið.

Hin endalausa sturta lífsins inniheldur ýmsar vangaveltur í formi skúlptúra sem minna á ýmsa hluti úr daglegu lífi, nánar tiltekið hluti úr baðherbergjum fólks. Skúlptúrarnir eru allir unnir út frá ýmist litum, formum, efnivið eða hljóði kunnuglegra hluta, en hafa fengið að taka á sig nýja mynd og skapa þannig nýtt umhverfi fyrir áhorfendur til að spóka sig um. Hin endalausa sturta lífsins skoðar þannig hvernig lítil smáatriði í nærumhverfi okkar geta haft stórtæk áhrif á líf okkar þegar á heildina er litið, og hve ólíkt líf okkar væri ef þessi smáatriði væru öðruvísi í eðli sínu.

/

A person behaves according to their environment. Decisions regarding everyday objects and actions are made based on a person’s immediate surroundings. For example, a person that has uncomfortable dining chairs might drink their morning coffee on the couch rather than in the kitchen. Here the person’s environment has, although only slightly, affected the person’s life by playing a part in decision making without the person’s awareness. This is only a minor decision but when we look at the bigger picture, you start to see how important the slightest details around you can affect your day to day actions. 
   
The Open World Shower Experience includes various ponderings in the form of sculptures that remind us of familiar objects from everyday life, specifically from our bathrooms. The sculptures are based on either colors, forms, materials or sounds from familiar objects but have been given a new image, therefore creating a new environment for people to wander about. The Open Word Shower Experience investigates how tiny details in our environment can have major effects on our lives when we look at the bigger picture, and how different our lives would be if they were only slightly changed. .